Ölmusa eða sjálfsögð þjónusta
Á dögunum skoraði stjórn Almannavarna á sveitarfélög og þingmenn svæðisins að krefjast þess strax að rekstrargrundvöllur HSS verði styrktur verulega og að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar alla leið að flugstöð. Svo alvarleg er staðan orðin. Oft finnst Suðurnesjamönnum að stjórnvöld komi fram við þá eins og betlara sem biðja um ölmusu þegar þeir kalla eftir sjálfsagðri velferðarþjónustu.