Neyðarbirgðir á hættustund. Ræða á Alþingi 11. október 2022
Þetta reddast – má ekki vera efst í huga stjórnvalda þegar kemur að þjóðaröryggi. Þar þurfum við að vera raunsæ og skipulögð, gera okkur grein fyrir því sem við getum gert og hvað er ómögulegt. Til að tryggja öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar sem best verðum við að vinna enn nánar með öðrum þjóðum og auka alþjóðlega samvinnu á öllum sviðum. Samvinnu og samhjálp liggur beinast við að leita til vina og nágranna. Norðurlöndin standa öll betur að vígi ef þau leggja þekkingu sína saman, deila reynslu og viðbúnaði.