Hver græðir?
Eitt af einkennum hægristjórna er að ráðast að eftirlitsstofnunum og veikja þá aðila sem standa vörð um almannahag með öllum ráðum. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning. Áður en að Kórónuveiran skall á voru þau búin að gera Fjármálaeftirlitið að deild í Seðlabankanum og í kjölfarið tóku þau til við að veikja Samkeppniseftirlitið. Við þingmenn Samfylkingarinnar mótmæltum hvoru tveggja og náðum fram umbótum þó að eftir standi breytingar sem ástæða er til að hafa áhyggjur af og þarfnast endurmats hið fyrsta.