Ríkisstjórn á fyrirvara
Það kom mér á óvart að lesa það í stuttri grein í Fréttablaðinu eftir félags- og húsnæðismálaráðherra að hún hefði samþykkt fimm ára fjármálaáætlun ríkisins með fyrirvara þegar að áætlunin var til afgreiðslu á ríkisstjórnarfundi. Þetta er sannarlega stórfrétt. Fyrirvarinn kom ekki fram þegar að mælt var fyrir áætluninni á Alþingi og ekki heldur við umræður í fjárlaganefnd um málið. Þvert á móti lagði meirihluti fjárlaganefndar til með framsóknarþingmann í forystu, að fjármálaáætlunin yrði samþykkt óbreytt.