
Um Oddnýju
Fædd í Reykjavík 9. apríl 1957. Foreldrar: Hörður Sumarliðason (fæddur 4. febrúar 1930, dáinn 13. janúar 2012) járnsmiður og Agnes Ásta Guðmundsdóttir (fædd 26. október 1933, dáin 30. nóvember 1982) verslunarmaður. Maki: Eiríkur Hermannsson (fæddur 1. janúar 1951) fyrrverandi fræðslustjóri Reykjanesbæjar. Foreldrar: Hermann Eiríksson og Ingigerður Sigmundsdóttir. Dætur: Ásta Björk (1984), Inga Lilja (1986).
Stúdentspróf frá aðfaranámi KHÍ 1977. B.Ed.-próf frá KHÍ 1980. Stærðfræðinám til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi HÍ 1991. MA-próf í uppeldis- og menntunarfræði HÍ 2001.
Grunnskólakennari 1980–1985. Kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1985–1993, deildarstjóri stærðfræðideildar 1988–1990, sviðsstjóri stærðfræði- og raungreinasviðs 1990–1993. Kennari við Menntaskólann á Akureyri 1993–1994. Aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1994–2003. Vann við skipulag og stjórnun vettvangsnáms á vegum Endurmenntunar HÍ fyrir starfandi stjórnendur í framhaldsskólum 2001–2002. Verkefnisstjóri í menntamálaráðuneytinu 2003–2004. Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2005. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs 2006–2009. Fjármálaráðherra 31. desember 2011 til 1. september 2012. Fór jafnframt með iðnaðarráðuneytið 24. febrúar til 6. júlí 2012. Fjármála- og efnahagsráðherra 1. september til 1. október 2012.
Í stjórn Sambands iðnmenntaskóla 1994–1999. Í stjórn samstarfsnefndar atvinnulífs og skóla 1995–1998. Í stuðningshópi á vegum norrænu ráðherranefndarinnar um fullorðinsfræðslu á Norðurlöndum 1997–1999. Formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum 2002–2003. Í stjórn Kennarasambands Íslands 2002–2003. Oddviti lista Nýrra tíma í Sveitarfélaginu Garði 2006. Formaður skólanefndar Garðs 2006–2010. Í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2006–2009, formaður 2007–2008. Í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2006–2009, formaður 2007–2008. Í stjórn Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 2006–2009. Í stjórn Brunavarna Suðurnesja 2008–2009. Í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna 2007–2009. Í skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar 2007–2009. Í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2008–2009. Í Þingvallanefnd 2013–2017, 2018 og 2021-2024. Formaður Samfylkingarinnar 2016. Í samráðsnefnd um veiðigjöld 2017–2018. Í þjóðaröryggisráði 2018-2024.
Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2009 - 2024 (Samfylkingin).
Fjármálaráðherra 2011–2012, iðnaðarráðherra 2012, fjármála- og efnahagsráðherra 2012.
Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2011–2012, 2012–2013, 2016 og 2017-2021.
Fjárlaganefnd 2009–2011 (formaður 2010–2011) og 2013–2018, menntamálanefnd 2009–2011 (formaður 2009–2010), samgöngunefnd 2009–2010, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009–2010, allsherjar- og menntamálanefnd 2011–2012, þingskapanefnd 2011–2012, velferðarnefnd 2013, kjörbréfanefnd 2016–2017, efnahags- og viðskiptanefnd 2017–2024. Fyrsti varaforseti Alþingis 2021-2024.
Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2011–2012, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2013–2016, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2017– 2024. Varaforseti Norðurlandaráðs 2020 og 2024.