Óábyrg efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins
Formaður Sjálfstæðisflokksins skilur ekki enn hvernig hann skildi eftir lág- og millitekjufólk – 80 prósent landsmanna! – en lækkaði skatta á efnaðasta fólk landsins. Það er svo merkileg þessi mýta um að hægrimenn stjórni betur en aðrir eða hafi meira vit á peningum, því hún stenst enga skoðun. Indriði Þorláksson, fyrrum ríkisskattstjóri, afgreiddi fjármálaráðherrann snyrtilega og benti honum á að aukin skattbyrði komi vissulega til vegna hærri tekna hjá meirihluta launafólks, en það ekki raunin hjá þessum ríkustu 20 prósentum. Þeirra skattur h...