Samherjaskjölin og samþjöppun
Ítrekað hefur verið bent á að of sterk yfirráð fárra aðila yfir fiskveiðiauðlindinni þýddu meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt gæti talist og staða þeirra sé of sterk gagnvart stjórnvöldum. Völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu geti verið skaðleg, að áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi stjórnmála geti unnið gegn almannahag.