Áform ríkisstjórnarinnar um sölu Íslandsbanka
Ekkert land er að selja ríkiseignir um þessar mundir þó að staða á mörkuðum sé víða góð og skuldir ríkja um allan heim hafi aukist gríðarlega. E f íslensk stjórnvöld telja að hagkvæmt sé að selja vel stæðan banka sem skilað hefur góðum arði í ríkissjóð, til að greiða niður skuldir á neikvæðum raunvöxtum, hafa þau ekki reiknað dæmið til enda. Hafa þarf í huga að vextir eru í sögulegu lágmarki og ekkert bendir til breytinga á því í bráð. Við undirbúning á sölu Íslandsbanka þarf að taka tillit til stöðu efnahags- og atvinnumála. Það hefur ekki ve...