Starfsmenntun í garðyrkju
Mikil eftirspurn er eftir garðyrkjuafurðum nú þegar og brýn þörf fyrir fólk sem hefur verkþekkingu í ræktun og framleiðslu. Sú þörf mun fara vaxandi ef stjórnvöldum er alvara með loftlagsáætlun sinni. Lykillinn af árangri og því að markmið stjórnvalda náist með aukinni grænmetisframleiðslu og skógrækt er að starfsmenntun á sviði umhverfis og garðyrkju styðji við nýsköpun og vöxt.