
Sala Mílu varðar öryggi þjóðarinnar
Alls ekki má ganga frá sölunni nema Alþingi Íslendinga hafa rýnt skilyrðin vel og telji víst að þjóðaröryggis sé gætt. Alþingi hefur ekki komið saman í marga mánuði og þegar þessi pistill er skrifaður vitum við ekki enn hvenær þing kemur saman. Ríkisstjórnin fráfarandi getur ekki leyft sér að hunsa Alþingi í svo mikilvægu máli. Ef í það stefnir verður forsetinn að skipa starfsstjórn og kalla þingið saman.