Fólkið og fiskurinn
Auðlindir þjóðarinnar eiga ekki að vera á höndum fárra. Það gengur gegn almannahagsmunum ef eftirliti með nýtingu auðlindarinnar er ábótavant og enn fremur ef fáum aðilum er gert kleift að fara með stærsta hluta fiskveiðiauðlindarinnar. Mikil efnahagsleg og siðferðileg áhætta er í því fólgin því þar með geta ítök fárra orðið mikil í íslensku þjóðlífi, svo mikil að þeir verða í aðstöðu til að klollvarpa efnahag landsins, byggðaþróun og stýra gjörðum ráðherra.