Ábyrga leiðin Suðurland
Atvinnuleitendur og fjölskyldur þeirra lenda verst í þeim efnahagserfiðleikum sem nú ganga yfir. Því er nauðsynlegt að hækka grunnatvinnuleysisbætur. Við leggjum til að þær verði 95% af lágmarkstekjutryggingu samkvæmt lífskjarasamningunum. Ef við það væri miðað færu þær í 333 þúsund krónur á mánuði á næsta ári en eru nú rúmar 289 þúsund krónur á mánuði. Við í Samfylkingunni höfum þegar lagt til að það óréttlæti verði leiðrétt að aðeins þeir sem voru á launatengdatímabili atvinnuleysistrygginga 1. september fái framlengingu á því tímabili um þr...