Samkeppni og valdatafl
Yfirsýn um stjórnunar- og eignatengsl í íslenskum sjávarútvegi er augljóslega nauðsynleg ef koma á í veg fyrir blokkamyndun. Ég fagna þessari athugun Samkeppniseftirlitsins. Það gera hins vegar gæslumenn sérhagsmuna og einokunarsinnar ekki. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kallar hana pólitíska fiskiferð og valdníðslu sem verði að hrinda og eigandi Brims hf, eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, neitar að gefa Samkeppniseftirlitinu upplýsingar. Valdatafl stendur yfir milli almannahagsmuna og sérhagsmunaafla sem vilja gera Samkeppnisefti...