
Sigríður Huld Jónsdóttir:
,,Ég styð Oddnýju til formanns Samfylkingarinnar. Hún er fylgin sér, hefur mikla reynslu af stjórnmálum hvort sem er á Alþingi eða í sveitarstjórnarmálum, í skólamálum eða í opinberum rekstri. Jafnframt er hún mikil fjölskyldukona, hjartahlý og heil í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er fyrirmynd fyrir okkur öll og er klárlega með jafnaðarstefnuna á hreinu. Takk Oddný fyrir að bjóða þig fram sem formann Samfylkingarinnar.“